Styður áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir

Einar Kr. Guðfinnsson
Einar Kr. Guðfinnsson mbl.is/ÞÖK

Einar Kr. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að það eigi að fara út í stóriðjuframkvæmdir en ekki væri gott að hefja þær nú á þessari stundu vegna þess ástands sem nú ríkir. hann segir þær eigi rétt á sér en hann telur að ekki sé hægt að fara í tvennar framkvæmdir á sama tíma, þær verði að koma í réttri tímaröð. 

Í umræðu um efnahagsmál í Silfri Egils í dag í Sjónvarpinu sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að innganga í Evrópusambandið muni bjarga miklu í efnahagsmálum landsins. Ekki eingöngu til lengri tíma litið heldur einnig til styttri tíma litið. Að sögn Árna myndi framkvæmd við álver í Helguvík þýða að vextir fari ekki niður fyrir 7% og spurði hvort hægt væri að bjóða heimilunum í landinu upp á það. 

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, mótmælti þessu í þættinum og benti á að það þyrfti fyrst að grípa til aðgerða hérlendis.

Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki,  sagði að það væri fólkið í landinu sem skipti öllu máli, það að fólk hafi atvinnu og geti borgað af lánunum. Mikilvægt sé að ná mjúkri lendingu og það vilji oft gleymast að það er fólkið sem skiptir öllu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert