Lög um jafna stöðu: Vantar alls staðar konur

Margrét Kristmannsdóttir
Margrét Kristmannsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

„Atvinnurekendur bera ábyrgð á kynbundnum launamun, ég svara því játandi, en eingöngu að hluta,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri. Margrét hélt erindi á ráðstefnu BSRB um aðferðir til að ná launajafnrétti sem haldin var í gær.

Hún nefnir þrjá sökudólga sem viðhalda kynbundnum launamun, en kýs að kalla þá launadragbíta. „Þeir eru fyrst og fremst gamaldags uppeldi, ónóg fræðsla og skortur á fyrirmyndum,“ segir Margrét og bætir við: „Mér finnst ótrúlegt að unga kynslóðin sé með mun meira gamaldags skoðun á hlutverkum kynjanna en við höfðum fyrir 20-30 árum.“

Launadragbítarnir

„Það að stelpur biðji um umtalsvert lægri laun en strákarnir er ótrúlegt,“ segir hún og bætir við að hluta skýringanna á því megi leita í klámvæðingunni, en stærri hluti

sé skortur á fyrirmyndum. „Það vantar alls staðar konur; í pólitík, í atvinnulífið, í stjórnir fyrirtækja og út um allt,“ segir hún og bætir við: „Helstu fyrirmyndir ungs fólks í dag eru ungir karlmenn í útrás með fangið fullt af peningum, þar hafa konur ekki sést.“

Margrét segir stjórnendur ráðningarskrifstofa verða að axla ábyrgð á því að þar sé kynjunum ekki mismunað. „Rannsóknir hafa sýnt að konur bjóða konum lægri laun, þannig eru allar líkur á því að strax við ráðningu myndist kynbundin slagsíða en á þessum ráðningarskrifstofum vinna aðallega konur.

Síðan er svo komið að okkur fyrirtækjarekendum, við þurfum að endurskoða heildarlaunin með mjög reglulegum hætti en það er ekki gert.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert