TR mátti segja upp samningi við svæfingalækni

Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfu sjálfstætt starfandi svæfingalæknis, sem vildi að uppsögn Tryggingastofnunar á samningi við lækninn yrði ógild. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt lækninum í vil. 

Tryggingastofnun sagði samningnum upp af þeirri ástæðu, að læknirinn hefði gerst sekur um stórkostlegt misferli í starfi með því að skrárangar upplýsingar á reikninga og þannig krafið Tryggingastofnun um greiðslur fyrir mun lengri svæfingartíma en kom fram í svæfingarskýrslum.

Hæstiréttur segir ljóst af framlögðum gögnum í málinu, að læknirinn hefði framvísað reikningum fyrir læknisverk langt umfram það, sem ráðgert væri í gjaldskrá svæfingarlækna. Samkvæmt mati Tryggingastofnunar hafði læknirinn brotið af sér af ásetningi og misferli hans verið stórkostlegt, en læknirinn hefði ekki borið nokkuð fram í málinu er dregið gat réttmæti þessa mats stofnunarinnar í efa.

Þá hafnaði Hæstiréttur þeirri málsástæðu læknisins, að ekki hefði verið gætt umsaminna og lögbundinna málsmeðferðarreglna áður en ákvörðun um uppsögnina var tekin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert