Nýskráningar bifreiða aukast um 14,8%

mbl.is

Nýskráningar bíla í janúar-mars 2008 voru 4.885 sem er 14,8% aukning frá sama tímabili í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði, til loka mars, voru nýskráningar bíla 23.233 en það er 14,8% aukning frá fyrra tólf mánaða tímabili. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Greiðslukortavelta heimilanna eykst um 7,6%

Kreditkortavelta heimila var 12,1% meiri í janúar-febrúar 2008 en á sama tíma í fyrra. Debetkortavelta jókst um 2,4% á sama tíma. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila í janúar-febrúar 2008 um 7,6%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 21,8% í janúar-febrúar 2008 frá sama tíma árið áður.

Erlend greiðslukortavelta hérlendis dróst saman um 17,3% í janúar-febrúar 2008 borið saman við janúar-febrúar 2007.

Tölur um kreditkortaveltu heimila frá seinnihluta árs 2007 hafa verið leiðréttar og nemur veltuaukningin á milli áranna 2006 og 2007 nú 16,2% í stað 21,2%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert