Stefnt að eflingu háskólanáms á Vestfjörðum

Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, út í háskólanám á Vestfjörðum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Svaraði Þorgerður Katrín því til að stefnt sé að því að efla háskólanám á Vestfjörðum.

Kristinn spurði hana út í hvað liði opinberun tillagna nefndar sem var skipuð um háskólanám á Vestfjörðum og svaraði ráðherra því til að von væri á tillögnum nefndarinnar innan skamms. Eindreginn vilji að setja upp háskólastofnun á Vestfjörðum, hvort sem það er í samstarfi við aðra háskóla eða sjálfstæð stofnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert