Hraðakstur á Bæjarbraut í Garðabæ

Brot 45 ökumanna voru mynduð á Bæjarbraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bæjarbraut í austurátt, milli Hofsstaðabrautar og Karlabrautar. Á einni klukkustund, fyrir hádegi,  fóru 112 ökutæki þessa akstursleið og því ók stór hluti ökumanna, eða 40%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

 Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 67 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Tólf óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 91, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.    

Eftirlit lögreglunnar á Bæjarbraut er hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu en unnið er eftir ábendingum frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglunnar. Á Bæjarbraut var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert