Mikið kvartað undan verðlagi

Það er allt á ferð og flugi hvað varðar verðlag,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Þangað hafa borist jafnt og þétt ábendingar vegna verðhækkana. Samtökin fylgjast einnig vel með verðbreytingum hjá birgjum.

Kvartanirnar sem berast varða flestar vörur, svo sem fatnað og raftæki en ekki síst matvörur. Jóhannes sagði ofan á hækkun matvara í útlöndum komi gengisbreyting krónunnar. Grófasta dæmið sem hann hafði heyrt nýverið var hækkun á tiltekinni kornvöru um 50-60%.

Jóhannes sagði Neytendasamtökin hafa m.a. bent á að stjórnvöld geti afnumið vörugjöld með öllu til að draga úr þessum miklu hækkunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert