Gistiplássum fjölgað í Gistiskýlinu

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að bæta við fjórum gistiplássum í Gistiskýlinu, sem er ætlað heimilislausu fólki sem hvergi á höfði sínu að halla.

Í skýlinu eru nú pláss fyrir 16 einstaklinga. Undanfarið hefur þurft að vísa einstaklingum frá vegna plássleysis og hefur því verið ákveðið að fjölga gistiplássum um fjögur til að leysa brýnasta vandann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert