Vesturlandsvegur lokaður

Skammt sunnan við Hvalfjarðargöng rákust saman strætisvagn og vörubíll.
Skammt sunnan við Hvalfjarðargöng rákust saman strætisvagn og vörubíll. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vesturlandsvegur er lokaður í báðar áttir vegna áreksturs rútu og vörubíls rétt norðan við Grundahverfi á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar urðu minniháttar slys á fólki. Vegurinn er lokaður að sunnan við Þingvallaveg og að norðan við Hvalfjarðargöngin að norðanverðu en lögreglan hleypir umferð hjá í skömmtum.

Lögregla hleypir umferð í skömmtum framhjá slysstað við Grundarhverfi. Einungis jeppar og fólksbílar komast framhjá.  Miklar tafir eru á umferð og því ökumenn beðnir um að sína þolinmæði.

Jafnframt vill lögregla vara við færðinni á þessum slóðum en mikil hálka er á vegum og skyggni slæmt. 

Ökutækin sem lentu í árekstrinum eru stór og loka þau veginum. Óhappið varð skömmu fyrir klukkan hálf átta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert