Ráða ekki sumarfólk

Bankar og fjármálafyrirtæki halda nú mjög að sér höndum við mannaráðningar og láta, að því er virðist, að mestu hjá líða að ráða fólk í sumarafleysingar.

Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir að talsvert af ungu fólki hafi hringt í samtökin til að kanna hvort það sé reglan frekar en undantekningin að bankarnir ráði fáa sem enga til sumarafleysinga.

Fregnir hafa borist af uppsögnum í fjármálageiranum að undanföru. Erfitt hefur þó reynst að fá fjölda uppsagna staðfesta, en talið er að vel á annað hundrað bankamanna hafi misst vinnuna.

Þá er sameining Kaupþings og SPRON fyrirhuguð og veit enginn hvaða áhrif hún kann að hafa. Ekki er laust við að bankamenn og starfsmenn í fjármálageiranum séu uggandi um sinn hag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert