Rangt að ofvernda smáfiskinn

Það er röng fiskveiðistefna að beina sókninni í stóra fiskinn en vernda smáfiskinn um leið. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu vísindamanna við Kaliforníuháskóla í San Diego. Skýrslan birtist nýlega í vísindatímaritinu Nature.

Vísindamennirnir segja að með þessu móti sé verið að veiða þann fisk sem sé dýrmætastur fyrir nýliðun stofnsins og veiti honum stöðugleika. Áherslan á verndun smáfisks auki þrýsting á næringaruppsprettur og leiði til meiri óstöðugleika í fiskstofninum og öfgakenndra sveiflna. George Sugihara, prófessor við Scripps-stofnunina, segir að regluverk sem einungis byggist á magnviðmiðun sé ófullkomið. Nauðsynlegt sé að taka einnig tillit til aldurs- og stærðarsamsetningar fiskstofna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert