Embætti borgarstjóra 100 ára

Tveir fyrrverandi borgarstjórar, Davíð Oddsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skoða …
Tveir fyrrverandi borgarstjórar, Davíð Oddsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skoða sýninguna ásamt Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra mbl.is/G. Rúnar

Aldarafmælis embættis borgarstjóra var minnst í dag með opnun sýningarinnar „Kæri borgarstjóri...“ í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Hinn 7. maí síðastliðinn voru 100 ár liðin frá því fyrsti borgarstjórinn var kjörinn í embætti í Reykjavík. Þá var Páll Einarsson, sýslumaður í Hafnarfirði, kjörinn borgarstjóri til sex ára.

Alls hafa 19 einstaklingar setið í stóli borgarstjóra á þessum 100 árum. Ellefu einstaklingar sem gegnt hafa embætti borgarstjóra eru á lífi í dag og lögðu þeir allir sitt af mörkum til sýningarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert