Mikilvægt að fara vel yfir álit Skipulagsstofnunar

Frá svæðinu þar sem til stendur að reisa Bitruvirkjun. Myndin …
Frá svæðinu þar sem til stendur að reisa Bitruvirkjun. Myndin er tekin af vefnum Hengill.nu.

Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, segir mikilvægt að fara vel yfir álit Skipulagsstofnunar bæði í bæjarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd. Það sé hinsvegar í höndum Orkuveitu Reykjavíkur að ákvarða hvert framhaldið verður.

Ólafur Áki sagðist hafa verið að fá álit Skipulagsstofnunar varðandi fyrirhugaða framkvæmd við Bitruvirkjun og Hverahlíðarvirkjun í hendurnar og gæti því lítið tjáð sig um það. Það sé í höndum sveitarfélagsins að gefa út skipulag um svæðið en ekki framkvæmdin sjálf.

Skipulagsstofnun segir í áliti sínu, bygging Bitruvirkjunar sé ekki viðunandi vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Þá þurfi að setja ströng skilyrði fyrir byggingu Hverahlíðarvirkjunar þar sem virkjunin komi til með að hafa talsverð neikvæð sjónræn áhrif.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert