Nærri 11% aukning á nautakjötssölu

Á undanförnum 12 mánuðum voru seld hér á landi 3710 tonn af innlendu nautakjöti. Það er aukning um 10,6% frá sama tímabili árið á undan, að sögn Landssambands kúabænda. 

Framleiðslan hefur á sama tímabili aukist um nærri 12%. Nemur birgðaaukning á tímabilinu um 30 tonnum og eru birgðir af nautakjöti nú um 55 tonn, sem nemur rúmlega þriggja daga slátrun.

Innflutningur nautakjöts fyrstu 3 mánuði ársins var 86,5 tonn miðað við 55 tonna innflutning á sama tímabili árið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert