Eldur kom upp fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar

mbl.is/Július

Eldur kom upp í ruslatunnu fyrir utan brottför Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um sex leytið í morgun.  Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hafði flugfarþegi hent logandi vindlingi í ruslatunnu og við það hafi komið upp eldur. 

Lögreglumenn í eftirliti í flugstöðinni slökktu eldinn með slökkvitæki úr lögreglubifreið.  Skemmdir voru óverulegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert