100 metra löng Hafnarfjarðarterta

Afmælisgestir við Hafnarfjarðartertuna löngu.
Afmælisgestir við Hafnarfjarðartertuna löngu. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið er um að vera í Hafnarfirði í dag í tilefni 100 ára afmælis bæjarins og Sjómannadagsins. Afmælisgestum er boðið í kaffi og afmælistertu í Strandgötu í miðbæ Hafnarfjarðar en í boði er 100 metra löng súkkulaðiterta merkt bæjarfélaginu. Kökuboðið hófst kl. 15 og stendur til kl. 16.

Skemmtidagskrá er fyrir alla fjölskylduna á Thorsplani á meðan gestir gæða sér á góðgætinu. Þar sýna nemendur frá Lækjarskóla atriði úr Jesus Christ Superstar, Harasystur og Jónsi taka lagið, Brúðuleikhús sýnir Pétur og úlfinn og Daddi Diskó spilar til klukkan 17.

Klukkan 16:30 hefjast hátíðartónleikar á Ásvöllum með Kammersveit Hafnarfjarðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands auk 700 manna afmæliskórs Hafnarfjarðar. Einsöngvarar eru Elín Ósk Óskarsdóttir, Ágúst Ólafsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Einleikari er Ármann Helgason. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gæða sér á afmæliskökunni. mbl.is/Árni Sæberg
Það er margt um manninn í Hafnarfirði í dag.
Það er margt um manninn í Hafnarfirði í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert