Helgistund á sjómannadegi

Helgistund við gamalt bátalægi við Grafarvog.
Helgistund við gamalt bátalægi við Grafarvog. mbl.is/Árni Sæberg

Sjómannadagurinn er í dag og víða hefst hátíðin með helgihaldi. Á vegum Grafarvogskirkju var helgistund við fornt naust við voginn fyrir neðan kirkjuna.

Klukkan 11 verður sjómannamessa í Dómkirkjunni þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, predikar og minnist drukknaðra sjómanna.Meðan á guðsþjónustu stendur verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins.

Dagskrá Hátíðar hafsins í Reykjavík í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert