Langreyðakjöt sent til Japans

Langreyður skorin í Hvalfirði haustið 2006.
Langreyður skorin í Hvalfirði haustið 2006. mbl.is/RAX

Kjöt af sjö langreyðum, sem veiddust árið 2006, hefur verið selt til Japans og var sent þangað með flutningavél, að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Með sömu vél var einnig sent hrefnukjöt frá Noregi.

Blaðið hefur eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf., að allt hvalkjötið, 60 tonn, sé nú í Japan og aðeins sé tímaspursmál hvenær því verði dreift til verslana og fiskimarkaða. Hann segist hafa fengið ágætis verð fyrir kjötið.

Kristján segist vongóður um að nýr kvóti fyrir langreyðar verði nú gefinn út. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir of snemmt að segja til um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert