Áfrýjunarleyfis verður óskað

Sýknudómur Hæstaréttar í gær yfir mönnunum tveimur sem í héraði voru  fundnir sekir um umboðssvik í svonefndu netbankamáli nær ekki til þeirra tveggja sem ekki áfrýjuðu.

Þrír karlmenn og ein kona voru upphaflega ákærð vegna málsins og fengu þau öll skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Konan var dæmd í 1 mánaðar fangelsi, einn karlmaður í 2 mánaða fangelsi, annar í 3 mánaða fangelsi og sá þriðji í 9 mánaða fangelsi.

Í ljósi dómsins í gær mun endurupptaka málsins fyrir héraðsdómi vera heimil og segir Þorsteinn Hjaltason að tvímenningarnir muni óska eftir áfrýjunarleyfi til að taka málið upp aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert