Hannaði og smíðaði eigin flugvél

mynd/Árni Sigurbergsson

Kristján Árnason flugvélaverkfræðingur prufuflaug á Reykjavíkurflugvelli í gær nýrri tveggja hreyfla og þriggja sæta flugvél sem hann hannaði sjálfur og smíðaði frá grunni. Aðspurður viðurkennir Kristján að það hafi fylgt því ákveðin spenna að prufukeyra vélina, en að allt hafi gengið eins og í sögu.

Spurður hvað nú taki við segir Kristján það taka langan tíma að klára að prufufljúga vél, því safna þurfi 40 flugtímum. Kristján segir kostnaðinn talsvert meiri en að kaupa tilbúna vél, en Kristján hefur unnið að smíði vélarinnar sleitulaust sl. fjögur ár. Kristján hefur áður hannað og smíðað tvær aðrar vélar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert