Hreinsitækni ehf.: Borgin kemur illa undan hörðum vetri

Rúnar Harðarson.
Rúnar Harðarson. mbl.is/Valdís

Rusl á götum úti, möl á gangstéttum, veggjakrot, tyggjóklessur og stífluð holræsi eru vandamál sem Rúnar Harðarson verkstjóri og aðrir starfsmenn Hreinsitækni ehf. vinna hörðum höndum við að leysa úr þessa dagana. Fyrirtækið rekur vinnuvélar af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá stórum götusópum og niður í lítinn og nettan tyggjóklessubana.

„Það sem við erum aðallega að gera núna er að sópa göturnar og sjá um viðhald á holræsum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum sveitarfélögum utan þess,“ segir hann.

„Þar sem síðastliðinn vetur var óvenjuharður er ennþá meira að gera hjá okkur núna en oft áður á þessum árstíma, enda mun minna hægt að athafna sig í miklum snjóþyngslum. Í vetur vorum við aðallega að vinna að hálkuvörnum á götum og gangstéttum og lítið í götusópun og holræsahreinsunum. Þess vegna kemur höfuðborgarsvæðið illa undan vetri. Málið er ekki að umgengnin hafi endilega versnað heldur hefur verið meira af sandi, möl og rusli á götum úti þar sem slíkt hefur ekki verið hægt að hreinsa að neinu ráði í vetur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert