Votlendi Hvanneyrar fari á skrá Ramsar

 Ætlunin er að sækja um að votlendi Hvanneyrar verði friðað samkvæmt ákvæðum Ramsar-samningsins um vernd votlendis. Hvanneyri er mikilvægur viðkomustaður blesgæsa vor og haust og hefur búsvæðavernd vegna þess. Meiri friðun felst í því að fá svæðið á skrá Ramsar-samningsins.

Votlendissetur Íslands hefur verið stofnað á Hvanneyri. Hugmyndin er að auka rannsóknir á lífríki landsins, sérstaklega votlendinu. Einnig er ætlunin að setrið standi fyrir fræðslu innan Landbúnaðarháskóla Íslands og meðal almennings. Í þessum tilgangi er ætlunin að koma upp gesta- og rannsóknarstofu á Hvanneyri þar sem grunnskólanemendur gætu til dæmis komið í heimsókn. Votlendissetrið hefur augastað á ákveðnu húsnæði á Hvanneyri til þessara nota. Loks er það á stefnuskrá setursins að veita þjónustu, svo sem umhverfisráðgjöf varðandi votlendi. Hlynur Óskarsson, votlendissérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum og formaður stjórnar Votlendisseturs Íslands, segir að sífellt meira sé leitað eftir slíkri þjónustu. Nefnir hann stofnanir og fyrirtæki sem þurfi að fá álit á því hvernig framkvæmdir raski sem minnst votlendi og hvernig best sé að standa að endurheimt votlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert