Fjórir laxar í Kjósinni

Laxveiðin byrjaði vel í Laxá í Kjós og Bugðu.
Laxveiðin byrjaði vel í Laxá í Kjós og Bugðu. mbl.is/Einar Falur

Laxveiðin fór vel af stað í Laxá í Kjós og þveránni Bugðu í morgun. Nokkuð sást af laxi og fjórir veiddust á fyrstu vaktinni, þótt skilyrðin væru ekki upp á það besta, sól, svalt og minnkandi vatn.

Fyrsti lax sumarsins veiddist í veiðistaðnum Selvaði í Bugðu en samkvæmt veiðimanninum, Júlíusi Jónssyni er ár og dagur – eða áratugir - síðan það gerðist síðast að Bugða gæfi fyrsta laxinn. Hann sagði laxinn hafa tekið litla rauða Frances keilutúpu og mældist hann 64 cm. "Ætli hann hafi ekki verið fimm og hálft pund," sagði Júlíus við mbl.is og var afar ánægður með morguninn.

Tveir 11 til 12 punda laxar veiddust í veiðistaðnum Klingenberg, báðir á maðk en var engu að síður sleppt aftur. Þá veiddist lax í Pokafossi uppi á dal. Talsverð hreyfing virtist vera á löxum  í ánni og sáu veiðimenn nokkra væna í hyljum.

Samkvæmt vefmiðlinum vötnogveiði.is settu veiðimenn í opnun Haffjarðarár í gær í átta laxa og höfðu hendur á þremur.
 Þá veiddist fyrsti laxinn í Hítará, 10-pundari, og menn voru að setja í sjóbleikjur bæði þar og í Haffjarðará.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert