Kvartað undan bjórauglýsingum

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem kvartað er undan áfengisauglýsingum í bæði útvarpi og sjónvarpi. Afrit af bréfinu fengu menntamálaráðherra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.

Formaður samtakanna, Árni Guðmundsson, segir í bréfinu að það sé samtökunum mikil vonbrigði að RÚV skuli með kerfisbundnum birtingum áfengisauglýsinga virða réttindi barna og unglinga að vettugi. Brotið sé á lögvörðum rétti þeirra til að vera laus við áfengisáróður. Skora samtökin á RÚV að stöðva birtingu auglýsinganna, þær eigi það sammerkt að vera ólöglegar og langt fyrir neðan virðingu fyrirtækisins. „Telji fyrirtækið minnsta vafa hvað varðar „lögmæti“ þessara áfengisauglýsinga þá ber því hlutverki sínu samkvæmt að láta börn og unglinga í landinu njóta þess vafa,“ segir í bréfinu.

Samtökin vitna m.a. til auglýsinga um Víking-bjór og Thule-bjór í Sjónvarpinu að kvöldi 18. júní sl. Ekki hafi verið gerð nein tilraun til að draga dul á hvað var verið að auglýsa. Einnig er vitnað til útvarpsþáttarins Popplands á Rás 2, sem hafi verið „undirlagður“ áfengisauglýsingum „eins og svo oft áður“. Erfitt hafi mátt greina hvort dagskráin hafi verið í boði RÚV, Thule eða Ölgerðar Egils Skallagrímssonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert