Benedikt Hjartarson stefnir á Ermarsund

Benedikt Hjartarson.
Benedikt Hjartarson. mbl/ Jón Svavarsson

 Benedikt Hjartarson sundmaður stefnir á synda yfir Ermarsund síðar í mánuðinum en hann reyndi einnig við sundið á síðasta ári.  Benedikt stefnir á sundið  á tímabilinu 10.-18. júlí en hann ætlar að synda yfir Ermarsund á 0-16 klukkustundum. Benedikt kynnti fyrirhugað sund á blaðamannafundi í morgun.

Daginn eftir að Benedikt lýkur sínu sundi ætlar landsliðið í sjósundi að synda boðsund yfir Ermarsund og til baka. Þetta eru átta sundmenn og margir þeirra eru fyrrverandi landsliðsmenn í keppnissundi.

Hægt verður hægt að fylgjast með leiðangrinum í beinni útsendingu á vef sundsins. Síðan verður stöðugt uppfærð með texta og myndum og síðast en ekki síst verður GPS staðsetning sundsins sýnd á myndrænan hátt með nýjum netbúnaði þannig að hægt verður að fylgjast með hvernig sundið gengur.

Sjá nánar á vef sundsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert