Puðað í samningagerð

Frá samningafundi hjúkrunarfræðinga hjá Ríkissáttasemjara.
Frá samningafundi hjúkrunarfræðinga hjá Ríkissáttasemjara. mbl.is/Brynjar Gauti

Fyrir skömmu var gert hlé á fundi samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. „Einhvern tímann verðum við að ná samningum og við verðum bara að puða áfram uns það næst," sagði Elsa Björk Friðfinnsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Elsa Björk sagði að ekki þýddi annað en að vera bjartsýnn. „Einhvern tímann náum við landi með þetta," bætti hún við.

Aðspurð hvor samningar næðust í dag sagði hún að það væri ólíklegt, kvöldið eða seint í kvöld væri líklegra. „ Mér finnst það ekki skipta öllu máli, hitt skiptir meira máli að þetta sé þannig úr garði gert að félagsmenn okkar muni samþykkja það," sagði Elsa Björk.

„Drögum ekki upp stóru vopnin og gerum svo bitlaus"

„Við erum ekki að boða til aðgerða á hverjum degi  þannig að við förum ekki að draga upp stóru vopnin og gera þau svo bitlaus sjálf á síðustu stundu," sagði Elsa Björk að lokum.

Hjúkrunarfræðingar hafa ekki viljað semja um sömu kjör og BSRB gerði fyrir skemmstu og segja að slíkt myndi þýða kjaraskerðingu.

Boðað var til yfirvinnubanns frá og með 10. júlí sem stendur uns samningar nást.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert