Uppsagnir hjá JetX

Ein af flugvélum JetX.
Ein af flugvélum JetX.

22 starfsmenn íslenska flugfélagsins JetX, sem flýgur fyrir Primera Travel Group í Skandinavíu, fengu nýlega uppsagnarbréf. Jón Karl Ólafsson, forstjóri JetX, segir ástæðuna einungis vera að fyrirtækið sé að skipta út MD-83 farþegaþotum fyrir Boeing 737-þotu.

„Við sendum þeim uppsagnarbréf sem voru á MD-83 vélunum og erum að færa þá yfir á Boeing-þotuna. Á endanum verða vonandi allir komnir aftur með vinnu og ef til vill fleiri, þar sem við ætlum að bæta við tveimur, jafnvel þremur, nýjum vélum næsta sumar. Vonandi endum við með fleiri störf þá en við erum með á þessu ári.“

Hann segir jafnframt að það séu mögulega 10-12 manns sem þurfi að vera frá starfi í tvo til þrjá mánuði. „Það er þó ekki verra en svo, sem betur fer. Við gerum þetta núna enda er alltaf meira að gera á sumrin og hagkvæmara að losa okkur við vélina núna svo við þurfum ekki að sitja uppi með hana í vetur.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert