Sundfélagar fagna Ermarsundshetju

Fögnuður ríkti meðal sundfélaga Benedikts Hjartarsonar þegar í ljós 
kom að honum hefði tekist fyrstum Íslendinga  að synda yfir Ermarsundið. Félagarnir höfðu safnast saman yfir tölvunni í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi til að fylgjast með Benedikt síðustu kílómetrana. Benedikt hefur æft sund með Görpum í Breiðabliki til að ná góðri 
tækni í sjósundi.

Benedikt náði undir miðnættið því takmarki sínu að synda yfir Ermarsund. Benedikt tók land austan við Cap Gris-Nez Frakklandsmegin  klukkan 23:36 að íslenskum tíma og hafði þá synt 60 km vegalengd og verið á sundi í 16 klukkustundir og 1 mínútu. 

Átta manna boðsundssveit ætlar í dag að reyna að synda yfir Ermarsund frá Englandi til Frakklands og til baka á ný. Í morgun leit út fyrir að aflýsa yrði sundinu vegna slæms sjólags og veðurútlits. Nú er hins vegar að rofa til og stefna sundmennirnir að því að leggja af stað klukkan 10 að íslenskum tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert