Vopnaðir höfðu í hótunum

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/HAG

Tveir menn vopnaðir hnífi og golfkylfu réðust á þann þriðja í Húsafelli um miðnættið í nótt, og höfðu að auki í hótunum við gæslumenn sem hringdu á lögregluna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, með lögreglumann frá Selfossi innanborðs, varð fyrst á vettvang og tókst honum að stilla til friðar.

Mennirnir tveir voru handteknir og tók lögreglan á Akranesi þá og flutti í fangageymslur sínar.

Skjótt var brugðist við tilkynningu gæslumannanna þar sem mennirnir sem höfðu í hótunum voru með eggvopn. Þyrla gæslunnar er notuð við eftirlit á suðvesturhorninu, og getur verið fljót á vettvang þar sem óskað er lögregluaðstoðar.

Lögreglan á Selfossi hafði í nótt einnig afskipti af mönnum á Flúðum, þar sem kom til handalögmála. Þau voru þó ekki alvarleg og var einn fluttur á lögreglustöð en fékk að fara heim eftir að honum var runnin reiðin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert