Fasteignaverð hækkaði í júlí

Fasteignaverð á landinu öllu hækkaði um 0,7% milli mánaða í júlí. Þetta kemur fram í Vegvísi Greiningardeildar Landsbankans og er vitnað í tölur úr Hagvísum Hagstofunnar.

Fasteignaverð hafði lækkað samfleytt í þrjá mánuði þar á undan og hefur nú einungis hækkað um 0,4% frá áramótum. Tólf mánaða hækkun nemur 6,2% í júlí en það er öllu lægra en undir lok síðasta árs þegar hækkun á ársgrundvelli nam rúmum 16%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert