Þurfa að sækja nám í öðrum skóla

Fjölmenni var á fundi fræðsluráðs með foreldrum barna í Korpuskóla …
Fjölmenni var á fundi fræðsluráðs með foreldrum barna í Korpuskóla í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

„Ég er tvístígandi,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, en hún á tvö börn í Korpuskóla sem munu nú í haust og á næsta ári setjast á skólabekk í Víkurskóla. „Ég vil að sjálfsögðu að barnið mitt sé í skóla í sínu hverfi en styð þetta af heilsufarslegum ástæðum.“

Páll Melsteð á son sem er að byrja í 9. bekk og fer þ.a.l. í Víkurskóla. „Ég er hlynntur því að það verði byggt við Korpuskóla en mér finnst það verri kostur að börnin verði send í annan skóla,“ segir Páll en að hans mati hefði átt að reyna að útvega annað bráðabirgðahúsnæði við skólann.

Að sögn Katrínar Skaptadóttur fara nú í hönd erfiðir tímar. „Mitt barn hefur aldrei fengið almennileg afnot af þessu skólahúsi. Hann byrjaði á Korpúlfsstöðum, fór svo í skúrana og mun nú útskrifast úr Víkurskóla. Þetta er eina lausnin í stöðunni en ég vona að börnin komi vel út úr þessu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert