Ökuníðingur skildi félagann eftir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mældi fjórhjól á 101 km hraða á Strandgötu í Hafnarfirði um kl. 13:30 í dag. Þegar lögreglan ætlaði að hafa afskipti af ökumanninum flúði hann af vettvangi með því að aka inn á göngustíg með þeim afleiðingum að farþegi, sem sat aftan á hjólinu, féll af og slasaðist.

Lögreglan segir að ökumaður fjórhjólsins hafi náð að komast undan, en lögreglan hlúði að farþeganum. Hann var fluttur á slysadeild en hann er ekki sagður alvarlega slasaður. Lögreglan mun taka skýrslu af farþeganum síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert