Frétta af meirihluta beðið

Fréttamenn hafa beðið tíðinda í Ráðhúsinu lengi í dag.
Fréttamenn hafa beðið tíðinda í Ráðhúsinu lengi í dag. mbl.is/Frikki

Engar fréttir hafa enn borist af því hvenær niðurstöðu er að vænta í viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Ekki er ljóst hvort boðað verður til blaðamannafundar í kvöld eða hvort flokkarnir muni senda frá sér tilkynningu um gang mála. Fréttamenn hafa beðið í Ráðhúsi Reykjavíkur undanfarnar klukkustundir en þangað hafa borgarfulltrúar flokkanna tveggja ekki komið enn. 

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, upplýsti það í þættinum Ísland í dag nú laust fyrir klukkan 19, að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefði skömmu áður hringt í sig og sagt sér að hann væri að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert