Þrumuveður í Eyjum

Lítils háttar þrumuveður var í Vestmannaeyjum í morgun, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar. Veðurstofan spáir hægri vestlægri átt í dag en heldur bætir í vind eftir hádegið. Dálítil rigning eða súld verður á norðvestanverðu landinu, skýjað og þurrt að kalla suðvestanlands, en annars bjartviðri. Hiti verður yfirleitt 10 til 16 stig að deginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert