Borgarbúar finni fyrir festu í stjórn

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. mbl.is/Frikki


„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóri. „Ég tel að hún verði farsæl fyrir framgang ýmissa brýnna hagsmunamála okkar borgarbúa.“

Ekkert eitt hafi valdið meirihlutaslitunum en menn hafi ekki verið fullkomlega sammála um ýmis mál. Þá telur Vilhjálmur að ekki hafi verið mistök að efna til samstarfs við F-listann í janúar. Meirihlutinn hafi látið margt gott af sér kveða sem því miður hafi ekki hlotið mikla umfjöllun.

„Þeir munu finna fyrir festu í stjórn borgarinnar og áhuga okkar og einurð að því að vinna að góðum málum. Það er það sem ég vona að menn munu finna fyrir,“ segir loks Vilhjálmur um við hverju borgarbúar megi búast af nýjum meirihluta. andresth@mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert