„Allir sjóðir uppurnir“

AP

Gengislækkun íslensku krónunnar kemur illa niður á hjálparstarfi við bágstödd börn. Til að bregðast við föllnu gengi hafa SOS-barnaþorpin og ABC Barnahjálp ýmist hækkað styrktargjöld stuðningsmanna hér á landi eða óskað eftir því að þeir auki styrkinn við skjólstæðinga.

SOS-barnaþorpin hafa tilkynnt að mánaðarlegt framlag til styrktar börnum á vegum samtakanna verði hækkað í 3.000 kr. á mánuði úr 2.300 kr. og mánaðarlegt framlag þeirra sem styrkja þorp verði 2.500 kr. en var 1.800 kr. Ragnar Schram, kynningarstjóri SOS-barnaþorpa á Íslandi, sagði mun fleiri styrkja börn en þorp.

Þeir sem nú hefja stuðning við börn á vegum ABC Barnahjálpar greiða hærra gjald en þeir sem fyrir eru. ABC Barnahjálp hefur hvatt alla sem styrkja börn á vegum samtakanna, og treysta sér til, að hækka framlög sín en breytir ekki upphæð styrkja þeirra sem eru með börn einhliða.

ABC Barnahjálp sendi „neyðarkall“ til styrktarmanna síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar sagði m.a.: „Allir sjóðir ABC eru nú uppurnir og þó hefur ekki verið hægt að senda nauðsynlegt fjármagn til barnanna. Matarreikningar hafa hlaðist upp og þolinmæði birgja er á þrotum.“

Guðrún Margrét sagði að frá því að neyðarkallið var sent hafi bæst við á annað hundrað nýir styrktarmenn. Á vegum ABC Barnahjálpar eru nú um tólf þúsund börn víða um heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert