Kvikmyndafyrirtæki í þrot

Ingvar Sigurðsson í Kaldaljósi.
Ingvar Sigurðsson í Kaldaljósi. mbl.is

Tvö íslensk kvikmyndafyrirtæki, Kaldaljós ehf. og Ferð ehf., áður Little trip ehf., hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta.

Kvikmyndafélagið Kaldaljós ehf., Bjarkargötu 6 í Reykjavík, var stofnað til að framleiða kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Kaldaljós. Leikstjóri myndarinnar var Hilmar Oddsson og Ingvar Sigurðsson var í aðalhlutverkinu.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að fyrirtækið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 20. febrúar 2008 og lauk skiptum 19. ágúst sl. Lýstar kröfur í þrotabúið námu alls rúmum 86,6 milljónum króna. Upp í kröfurnar greiddust rúmar 9 milljónir. Skiptastjóri var Ásdís J. Rafnar hrl.

Ferð ehf., Skálholtsstíg 7, Reykjavík, var stofnað til að framleiða mynd Baltasars Kormáks, A little trip to heaven. Myndin skartaði m.a. útlendum stórstjörnum, þeim Forest Whitaker og Júlíu Stiles.

Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta 10. júlí s.l. og verður skiptafundur haldinn 28. október n.k. Að sögn skiptastjórans, Helga Jóhannessonar hrl., var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota að kröfu Kaupþings .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert