Fíkniefni í bíl er kom með Norrænu

Norræna í Seyðisfjarðarhöfn.
Norræna í Seyðisfjarðarhöfn. Morgunblaðið/Einar Bragi

Talsvert magn af fíkniefnum fannst í bíl sem kom með ferjunni Norrænu til landsins. Efnin fundust við tollafgreiðslu ferjunnar í dag. Handtaka mun hafa farið fram í tengslum við málið, sem er nú í höndum fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Samstarf tollgæslunnar á Íslandi og í Færeyjum leiddi til þess að efnin fundust, að því er fram kemur á lögregluvefnum.

Auk tollgæslu- og lögreglumanna embættisins á Seyðisfirði, tóku starfsmenn tollgæslunnar í Reykjavík og á Eskifirði þátt í verkefninu. Notaðir voru fíkniefnahundar frá embættinu og tollstjóranum í Reykjavík. Fíkniefnahundur embættisins sannaði ágæti sitt, segir á Lögregluvefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert