Telja bætur of lágar

Bætur til þeirra sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu sem drengir verða á bilinu 375.000 til tveggja milljóna, samkvæmt lagafrumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi áður en langt um líður. Breiðavíkursamtökin telja eðlilegt að bætur verði 20-35 milljónir á mann, að því er fram kom í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

Frumvarpið, sem forsætisráðherra sagði í vor að væri í smíðum, á að ná til allra barna og ungmenna sem vistuð voru á opinberum heimilum. Í því er lagt til, að hið opinbera greiði fórnarlömbunum miskabætur eftir tilteknu kerfi, og upphæðirnar sem að ofan kemur fram.

Í bréfi frá lögmanni Breiðavíkursamtakanna segir að ekki sé í frumvarpinu tekið tilliti til þeirra þjáninga sem börnin hafi upplifað, frelsissviptingar og þrælkun, auk alls þess sem þau hafi farið á mis við, eðlilega skólagöngu og næstum því öll samskipti við fjölskyldu og vini.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert