Í gæsluvarðhald vegna skartgripaþjófnaðar

mbl.is/G. Rúnar

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna, grunaðir um gripdeild í skartgripaverslun á Laugavegi um hádegisbil í gær.

Mennirnir, sem eru íslenskir, voru handteknir í gærkvöldi og voru leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag sem kvað upp sinn úrskurð.

Að sögn lögreglu gekk fór einn maður inn í verslunina í gær og lét greipar sópa. Maðurinn ógnaði engum í búðinni heldur gekk að skúffunni og tók skartgripina og fór út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert