Ákvörðun Árna kemur Agnesi ekki á óvart

Agnes Bragadóttir.
Agnes Bragadóttir.

„Þessi yfirlýsing Árna kemur mér ekkert á óvart,“ segir Agnes Bragadóttir um ákvörðun Árna Johnsen um að falla frá málsókn á hendur henni. 

„Ég held að hann hafi gert sér grein fyrir því þegar hann skoðaði málið nánar, að hann var auðvitað með algerlega tapað mál í höndunum og hefði þurft að kosta ærnu til. Ef Árni þarf að borga sjálfur, þá hefur hann ekki áhuga. Yfirlýsing hans er fáránlegt skítkast og allt í lagi með það. Ekki dettur mér í hug að fara í mál við hann út af henni. Ég geri þó athugasemd við það sem segir í yfirlýsingunni um að við séum gamlir starfsfélagar og hann viti „ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma“. Ég ætla að rifja upp fyrir Árna sumarið 2001 þegar ég var fréttastjóri á vakt og hann hafði Morgunblaðið að ginningarfífli með hreinum lygum í sambandi við vaxdúkinn góða,“ segir Agnes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert