Olíuskip strandað á Ísafirði

Olíuskipið á Sundunum í kvöld.
Olíuskipið á Sundunum í kvöld. mynd/Halldór Sveinbjörnsson

Olíuskip strandaði í Sundunum á Ísafirði fyrir um klukkustund í kvöld. Að sögn hafnsögumanns drapst á vél skipsins sem rak stefnið upp í sandbakka í firðinum. Búið er að draga skipið út og fór allt betur en á horfðist í fyrstu. Engan sakaði.

Skipið liggur nú við bryggju og er verið að skoða það.

Skipið, sem heitir Leoni Theresa, er 90 metra langt, um 2300 brúttótonn og siglir undir fána Gíbraltar. Um 12 manns eru áhöfn skipsins, sem er rússnesk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert