Barn fékk mikið raflost

Stúlkan stakk málmhlut inn um grind á spennustöðinni.
Stúlkan stakk málmhlut inn um grind á spennustöðinni. Ljósmynd/Víkurfréttir

Ung stúlka slasaðist við spennistöð í Reykjanesbæ um klukkan sex í dag en svo virðist sem hún hafi stungið málmhlut inn í stöðina og fengið við það mikið raflost. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús í Reykjavík, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Spennistöðin sló út og fór rafmagn af tveimur hverfum bæjarins í um eina klukkustund.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins brenndist stúlkan í andliti og á höndum. Meiðsli hennar reyndust minniháttar. Hún mun þó dvelja á sjúkrahúsi í nótt til að læknar geti fylgst með líðan hennar.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert