Lausafjárkreppan versnar

Útlit er fyrir að lánsfjárkreppa íslensku bankanna eigi eftir að versna talsvert eftir greiðslustöðvun Lehman Brothers í Bandaríkjunum.
Vilhjálmur Bjarnason formaður Félags fjárfesta segir að þetta séu óbein áhrif, þar sem Íslendingar hafi ekki verið í stórum viðskiptum við bankann. Íslendingar séu þó mjög háðir erlendum lántökum og áhrifin gætu orðið mikil.

Vilhjálmur Bjarnason bendir á að bandaríski seðlabankinn grípi nú til sömu aðgerða og eftir ellefta september og dæli út peningum til að koma í veg fyrir meiri lausafjárkreppu en hún sé eitt það hættulegasta sem geti komið fyrir efnahagslífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert