Fæðing í farþegaþotu

Aðfaranótt föstudags ól kona barn um borð í einni af farþegaþotum Latcharter, dótturfélags Icelandair Group. Farþegaþotan er leigð til Virgin Nigeria og var í áætlunarflugi frá Lagos til Gatwick í London.

Kona um borð var komin það langt á leið að hún mátti ekki fljúga, samkvæmt reglum flugfélagsins, en sem betur fer gekk fæðingin vel og fæddi hún sveinbarn.

 „Svo heppilega vildi til að tveir læknar og ljósmóðir voru farþegar um borð,“ segir Garðar Forberg, forstjóri Latcharter. „Hversu líklegt er það!?“ bætir hann við og hlær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert