Ísbíll skemmdur

Skemmdir voru unnar á ísbíl í eigu Kjöríss í Hveragerði í nótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru þrjár hurðir skrúfaðar af bílnum og ísinn í honum farinn að bráðna þegar að var komið. Hurðirnar eru hver um sig um einn fermetri að stærð og hafði þeim verið raðað snyrtilega nálægt bílnum. Til að ná þeim af þurfti að beita sexkanti.

Talið er að farmurinn kunni að hafa skemmst að hluta, en verðmæti hans hleypur á 800 þúsundum til einnar milljónar. Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert