Geir: Langur fundur að hefjast

Frá upphafi fundarins í Ráðherrabústaðnum
Frá upphafi fundarins í Ráðherrabústaðnum mbl.is/Brynjar Gauti

Fundur fjögurra ráðherra ríkisstjórnarinnar með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands hófst um klukkan 15:50 í Ráðherrabústaðnum. Fundarmenn vildu lítið sem ekkert tjá sig við fulltrúa fjölmiðla við upphaf fundarins en þó sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að hann ætti von á að langur fundur væri að hefjast.

Geir sagði viðstadda hittast í fullri vinsemd og að farið yrði yfir stöðu mála á fundinum. Spurður um það hvort einhverjar hugmyndir lægju fyrir svaraði hann: Nei, en það er það sem við erum að fara að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert