Framvísa þarf farseðlum í bönkum

Sýna þarf farseðla til að fá gjaldeyri í bönkum.
Sýna þarf farseðla til að fá gjaldeyri í bönkum. Reuters

Seðlabanki Íslands hefur sett upp forgangsafgreiðslu á gjaldeyri og segir að búið sé að grípa til ráðstafana til að draga úr erlendum úttektarheimildum á kreditkortum og í tilkynningu frá bankanum segir að eðlilegt sé að viðskiptabankarnir geri kröfu um það til viðskiptavina sinna þeir framvísi farseðli er þeir versli gjaldeyri.

Þær vörur sem settar eru í forgangsflokk er matvara, lyf, olíuvörur og opinber kostnaður erlendis.

Á vefsíðu Seðlabankans segir að forðast ætti að nýta gjaldeyri sem kemur inn í bankana til fjármálatengdra gjaldeyrisviðskipta af nokkru tagi.

Þeir bankar sem njóta fyrirgreiðslu Seðlabankans þurfa að gera sundurliðaða grein fyrir öllum gjaldeyrisviðskiptum sínum í lok hvers dags," að því er segir í tilmælum frá Seðlabanka Íslands.

Sjá tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert