Skagstrendingur vann 45 milljónir í happdrætti

Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd. mbl.is/Ólafur

Einstaklingur á Skagaströnd fékk þau tíðindi í kvöld að hann hefði unnið 45 milljónir í aðalútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands. Hæsti vinningur hjá Happdrætti Háskólans er 5 milljónir á einfaldan miða en Skagstrendingurinn hafði keypt fimmfaldan miða auk fjögurra einfaldra á sama númer og var heildarvinningsfjárhæðin því 45 milljónir.

Samkvæmt upplýsingum frá HHÍ er nokkuð  um liðið síðan svo stór vinningur kom í hlut eins vinningshafa, en í sumar unnu þó tveir miðaeigendur 25 milljónir annars vegar og 30 milljónir hins vegar.

Heildarfjöldi vinningshafa að þessu sinni voru um þrjú þúsund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert