Búist við niðurstöðum um miðja vikuna

Ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer nú fram í Washington.
Ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer nú fram í Washington.

„Við erum að bíða eftir niðurstöðum frá sérfræðingahópnum [frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)] sem er á Íslandi,“ sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sem nú situr ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington. 

 „Þegar þær liggja fyrir, sem ég geri ráð fyrir að verði um miðja vikuna, þá ættu að vera forsendur til þess að meta stöðuna og taka ákvarðanir," sagði Árni. Hann sagði að lítið hafi gerst í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um Ísland í dag. Dagurinn hafi verið helgaður ræðuhöldum vegna aðalfundar sjóðsins og Alþjóðabankans.

Reuters segir Ísland hafa sótt um lán hjá IMF

Reuters fréttastofan hefur eftir ónafngreindum starfsmanni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að íslensk yfirvöld hafi formlega farið fram á aðstoð og að stjórn sjóðsins hafi fundað um beiðnina um síðastliðna helgi.

Í frétt Reuters segir að talsmaður íslensku ríkisstjórnarinnar hafi ekki getað staðfest þetta. Sigmundur Sigurgeirsson, ráðgjafi fjármálaráðherra sem staddur er í Washington ber þessa frétt hins vegar til baka og segir hana ekki á rökum reista.
 

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. norden.org/Magnus Fröderberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert